top of page
Mýrastigi

'Polareis'

sh. 'Ritausma'; 'Kamtschatka'; 'Polar Ice'

Ígulrósarblendingar (Hybrid Rugosa)

Origin

Dz. Rieksta, Lettlandi, 1963

ígulrós, Rosa rugosa var. plena x  'Abelzieds'

Height

um 1,5 - 1,8 m

Flower color

ljósbleikur

Flower arrangement

fyllt

Flowering

lotublómstrandi, júlí - september

Fragrance

sterkur

The age

-

Leaf color

grænn

Lighting conditions

sól

Soil

vel framræstur, lífefnaríkur, hæfilega rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Toughness

nokkuð harðgerð, líklega RHF2

Ígulrósarblendingar eru harðgerðir, lotublómstrandi runnar með stórum ilmandi blómum og margir þroska stórar, hnöttóttar, gulrauðar nýpur.  Ígulrós (Rosa rugosa) vex villt í Japan og öðrum stöðum í Austur-Asíu.


Eldri ígulrósarblendingar komu á markað frá 1890 - 1915, m.a. 'Hansa,' en fáir eftir þann tíma og eru þeir oft flokkaðir með nútímarunnarósum.  Ég flokka þá alla saman hér þar sem ígulrósarblendingarnir eru flestir harðgerðari en aðrar nútímarunnarósir.

Foreign hardness scales:

USDA zone: 3b

Skandínavíski kvarði: H6


Ígulrósarblendingur með fylltum, ljósbleikum blómum. Þrífst best í sól og vel framræstum jarðvegi. Ætti ekki að klippa mikið niður, best að takmarka snyrtingu við að grisja burt eldri greinar.


Þessi rós var ræktuð af Dz. Rieksta í Lettlandi undir heitinu 'Ritausma'.  Strobel BKN í Þýskalandi fékk eintak af rósinni frá Grasagarðinum í Leningrad, en engar upplýsingar um heiti eða ræktanda fylgdu með. Strobel markaðssetti hana undir heitinu 'Polareis' í Þýskalandi 1991.



"Harðgerð blómsæl rós, tók tíma að koma sér fyrir, en hefur síðan bólgnað út, 1,5.m á hæð. H.2.Ísl. Blóm í júlí, ilmar mikið."

 - Kristleifur Guðbjörnsson, Mosfellsbæ, 2009


Do you have a photo or experience with this plant?

You can share photos and experiences here.

bottom of page