'Aurora'
Þyrnirósarblendingar (Hybrid Spinosissima)
Origin
óþekktur, Finnland, 1997
Height
1 - 2 m
Flower color
gulur
Flower arrangement
hálffyllt
Flowering
einblómstrandi, júlí - ágúst
Fragrance
meðalsterkur
The age
-
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól
Soil
vel framræstur, frjór
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Toughness
takmörkuð reynsla
Þyrnirósarblendingar blómstra snemma eins og þyrnirósirnar, sem blómstra fyrstar rósa. Þeir hafa margir fíngert lauf þyrnirósarinnar og frekar lítil, einföld eða fyllt blóm. Eins og þyrnirósin þroska margir þeirra svartar, hnöttóttar nýpur. Flest yrki bera hvít eða bleik blóm. Gul yrki eru sum blendingar þyrnirósar og gullrósar (R. foetida). Flestir þyrnirósarblendingar komu fram á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar, en þó eru nokkrir sem komu fram eftir 1950 og geta því varla talist til antíkrósa. Þeir eru allir flokkaðir saman hér.
Foreign hardness scales:
Finnski kvarði: I-IV
Þyrnirósarblendingur með hálffylltum, gulum blómum, líklega blendingur af gullrós (Rosa foetida). Hún blómstrar á eldri greinar, svo snyrting ætti að takmarkast við að klippa kal í burtu. Rós ársins 2020 í Finnlandi. Þrífst best á sólríkum vaxtarstað í vel framræstum jarðvegi.