Rauðblaðarós er einblómstrandi runnarós með einföldum, bleikum blómum og möttu blágrænu laufi. 'Nova' er sjálfsáður blendingur með hálffylltum, bleikum blómum.
'Marguerite Hilling' er meyjarósarblendingur með hálffylltum, bleikum blómum. Hún er sport af rósinni 'Nevada' sem er eins að öllu leiti nema blómin eru hvít.