top of page
Mýrastigi

Ajuga reptans 'Atropurpurea'

Dvergavör

Varablómaætt

Lamiaceae

Hæð

lágvaxin, um 10 - 15 cm á hæð, blómstönglar 20 - 30 cm

Blómlitur

fjólublár

Blómgun

júlí

Lauflitur

purpurarauður

Birtuskilyrði

hálfskuggi - skuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frekar rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

tegundin vex villt í Evrópu

Ættkvíslin Ajuga, lyngbúar, er af varablómaætt, Lamiaceae.  Íslenska heiti ættkvíslarinnar er dregið af sjaldgæfri íslenskri jurt. Lyngbúi vex eingöngu á Austurlandi og er alfriðaður. Þær tegundir sem hafa verið ræktaðar í görðum hér eiga heimkynni í Evrópu.

Fjölgun:


Skipting að vori. Plantan breiðist út með ofanjarðarrenglum sem skjóta rótum og ný planta vex upp. Því er mjög auðvelt að kljúfa nýju plönturnar frá og flytja annað.

Jarðlæg þekjuplanta sem breiðir nokkuð hratt úr sér og myndar breiðu af glansandi, dökk purpurarauðu laufi. Hún er skuggþolin, en blómstrar betur í hálfskugga. Þolir flestar jarðvegsgerðir, en þrífst best í vel framræstum, rökum jarðvegi.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page