Anthyllis coccinea
sh. Anthyllis vulneraria var. coccinea
Roðagullkollur
Ertublómaætt
Fabaceae
Hæð
lágvaxinn, um 15 cm
Blómlitur
rauður eða rauðgulur
Blómgun
stendur í blóma mest allt sumarið og fram á haust
Lauflitur
grænn, silfurhærður á neðra borði
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, sendinn, rakur, kalkríkur
pH
hlutlaust - basískt
Harðgerði
skammlífur, oft bara einær
Heimkynni
Evrópa
Ættkvíslinni Anthyllis, gullkollum, tilheyra bæði jurtkenndar og runnkendar plöntur með útbreiðslu um Evrópu, Miðausturlönd og N-Afríku. Gullkollur er útbreiddasta tegund ættkvíslarinnar og vex villt á Íslandi. Hann er útbreiddur á SV-landi en sjaldgæfur annarsstaðar og er talinn hafa verið fluttur inn sem fóðurjurt upphaflega (vefur Náttúrufræðistofnunar).
Fjölgun:
Sáning - sáð í janúar-febrúar
Fræ rétt hulið og haft við stofuhita. Ef fræ spírar ekki eftir 3-4 vikur er það kælt í 2-4 vikur og síðan haft við stofuhita fram að spírun.
Rauðblómstrandi afbrigði af gullkolli sem þarf sólríkan vaxtarstað í vel framræstum jarðvegi. Yfirleitt ein- eða tvíær.