top of page
Caltha palustris 'Flore Pleno'
Hófsóley
Sóleyjaætt
Ranunculaceae
Hæð
lágvaxin, um 15 - 20 cm
Blómlitur
gulur
Blómgun
lok apríl - maí
Lauflitur
dökk grænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
rakur, þéttur jarðvegur
pH
súrt
Harðgerði
harðgerð
Heimkynni
garðaafbrigði
Hófsóleyjar, Caltha, eru eins og nafnið bendir til af ætt sóleyja, Ranunculaceae. Þær vaxa í rökum jarðvegi við læki og tjarnir um kaldtempruðu beltin á norður og suðurhveli jarðar. Ein tegund, hófsóley, vex villt á Íslandi.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Votlendisplanta sem þrífst best í blautum eða vel rökum jarðvegi.
bottom of page