top of page
Mýrastigi

Convallaria majalis 'Rosea'

Dalalilja

Aspasætt

Asparagaceae

Hæð

lágvaxin, um 20 cm á hæð​

Blómlitur

bleikur

Blómgun

júní

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

hálfskuggi

Jarðvegur

lífefnaríkur, vel framræstur, frekar rakur

pH

súr - hlutlaus - basískur

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

tegundin vex villt í tempraða belti Evrópu og Asíu

Dalalilja er eina tegund ættkvíslarinnar Convallaria sem áður tilheyrði liljuætt, en er nú í aspasætt, Asparagaceae. Hún er skógarplanta sem vex í björtum laufskógum í Evrópu og Asíu.

Fjölgun:


Skipting snemma vors eða að hausti.


Sáning - þarf kaldörvun, best sáð að hausti.

Fræ rétt hulið og sett út fram að spírun. Spírun getur verið hæg, fræ gæti spírað ári síðar og því mikilvægt að henda ekki sáningunni of snemma. Fræ hefur stutt geymsluþol og því best að sá því eins fljótt og mögulegt er. Spírar best við 15°C.

Falleg skógarplanta sem þrífst best í lífefnaríkum jarðvegi og hálfskugga, þar sem sólin nær að skína aðeins í gegn.

Eitruð planta.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page