Dianthus erinaceus
Broddadrottning
Hjartagrasaætt
Caryophyllaceae
Hæð
lágvaxin, um 5 cm
Blómlitur
bleikur
Blómgun
óþekkt, treg til að blómstra
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, blandaður grófum sandi
pH
hlutlaust - basískt
Harðgerði
viðkvæm fyrir vetrarbleytu
Heimkynni
fjalllendi í Tyrklandi
Dianthus, drottningablóm, er stór ættkvísl í hjartagrasaætt, Caryophyllaceae, með um 300 tegundum sem flestar eiga heimkynni við Miðjarðarhafið, norður eftir Evrópu og austur til Asíu. Flestar mynda lága brúska eða breiður og vaxa best í þurrum, grýttum jarðvegi á sólríkum stað og henta því vel í steinhæðir.
Fjölgun:
Sumargræðlingar.
Blómlaus stilkur rifinn frá alveg niður við jörð og stungið í vikurblandaða pottamold. Haldið röku á skýldum stað, ekki í sterkri sól þar til græðlingurinn hefur rótað sig.
Sáning - sáð að vori.
Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.
Steinhæðaplanta sem myndar þúfu af mjög hörðum, nálarlaga laufblöðum. Treg til að blómstra í svölu loftslagi.