Epimedium alpinum
Alpamítur
Mítursætt
Berberidaceae
Hæð
meðalhár, 30 - 40 cm
Blómlitur
tvílitur, rauður og rjómagulur
Blómgun
lok maí - júní
Lauflitur
grænn, rauðmynstraður
Birtuskilyrði
hálfskuggi
Jarðvegur
lífefnaríkur, vel framræstur, hæfilega rakur
pH
súrt - hlutlaust
Harðgerði
harðgerður
Heimkynni
skóglendi í Mið og S-Evrópu
Biskupshúfur, Epimedium, er frekar lítil ættkvísl í mítursætt, Berberidaceae. Flestar tegundir eiga heimkynni í Kína. Þetta eru skógarplöntur sem kjósa helst frjóan og rakan jarðveg á skuggsælum stað. Ung laufblöð eru oft litrík og eru ekki síðra skraut en blómin sem ættkvíslin dregur nafn sitt af.
Fjölgun:
Skipting að vori eftir blómgun eða að hausti.
Sáning - sáð að hausti. Fræ hefur stutt geymsluþol svo nauðsynlegt er að sá því eins fljótt og hægt er.
Fræ rétt hulið og geymt úti fram að spírun.
Skógarplanta. Blómstrar snemma, um leið og fyrstu lauf vaxa upp. Nýtt lauf er ljósgrænt, verður mikið rauðmengað og síðan dökkgrænt þegar líður á sumarið.