Erodium petraeum
Fjallahegranef
Blágresisætt
Geraniaceae
Height
lágvaxið, 20-30 cm
Flower color
föl lilla með dekkri æðum
Flowering
júlí - september
Leaf color
grænn
Lighting conditions
sól
Soil
vel framræstur, vikurblandaður, kalkríkur
pH
hlutlaust - basískt
Toughness
viðkvæmt fyrir vetrarbleytu
Homecoming
Pýreneafjöll
Hegranef, Erodium, er ættkvísl í blágresisætt, Geraniaceae. Þær tegundir sem eru ræktaðar hér eiga heimkynni í sunnanverðri Evrópu og eru því heldur viðkvæmar. Þær þurfa gljúpan jarðveg og sólríkan stað og eiga því best heima í steinhæðum.
Fjölgun:
Sáning - sáð síðvetrar.
Fræ rétt hulið og haft við stofuhita (ca. 20°C) fram að spírun. Spírun getur tekið nokkra mánuði. Eftir spírun þarf lægra hitastig og næga birtu til að plöntur verði ekki of teygðar.
Falleg fjallaplanta sem þarf mjög gott frárennsli. Heldur viðkvæmt.