top of page
Mýrastigi

Filipendula kamtschatica

Risamjaðurt

Rósaætt

Rosaceae

Hæð

mjög hávaxin, yfir 2 m

Blómlitur

hvítur

Blómgun

júlí - ágúst

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

næringarríkur, frekar rakur jarðvegur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerð

Heimkynni

Japan, Kamsjatkja

Mjaðurtir, Flipendula, er ættkvísl 12 tegunda í rósaætt, Rosaceae, sem vaxa um tempraða beltið á norðurhveli. Þær hafa fjaðurskipt lauf og stóra sveipi örsmárra blóma. Þær vaxa í raklendi, oft við ár og vötn.

Fjölgun:


Skipting að hausti eða vori.


Sáning - sáð að hausti eða síðvetrar.

Fræ ekki hulið og haft úti fram að spírun. Spírar best við 10-15°C.

Mjög hávaxin planta sem þarf ekki stuðning. Auðræktuð og harðgerð.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page