top of page
Viola
Fjólur
Fjólur, Viola, er stærsta ættkvísl fjóluættar, Violaceae, með mesta útbreiðslu um nyrðra tempraða beltið. Þó vaxa nokkrar tegundir á suðurhveli, t.d. í Andesfjöllum og Ástralíu. Flestar eru lágvaxnar jurtir en örfáar tegundir eru runnkenndar og nokkrar tegundir í Andesfjöllum eru þykkblöðungar. Best þekktar og mest ræktaðar eru stjúpur og fjólur ræktaðar sem sumarblóm, en nokkrar fjölærar tegundir eru ræktaðar í görðum. Fimm tegundir vaxa villtar á Íslandi, birkifjóla, mýrfjóla, skógfjóla, týsfjóla og þrenningarfjóla.
bottom of page