top of page
Acaena
Rósalauf
Ættkvíslin Acaena, rósalauf, tilheyrir rósaætt, Rosaceae. Útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar er að mestu bundið við suðurhvel jarðar, Nýja-Sjáland, Ástralíu og Suður-Ameríku. Þetta eru jarðlægar jurtir eða hálfrunnar með smágerðu laufi sem minnir á rósalauf og er nafn ættkvíslarinnar dregið af því. Þetta eru fallegar þekjuplöntur með litfögru laufi í ýmsum litbrigðum s.s. blágráu eða bronslitu.
bottom of page