top of page

Alchemilla

Döggblöðkur

Döggblöðkur, Alchemilla, er ættkvísl jurta í rósaætt, Rosaceae. Þær eru blaðfagrar og þó blómin láti lítið yfir sér eru ljósgrænir sveipirnir mikið skraut sem fer afar vel með öðrum plöntum. Langflestar tegundir ættkvíslarinnar eiga heimkynni í norðanverðri Evrasíu, en einnig eru nokkrar tegundir sem eiga heimkynni í fjöllum Afríku og í Norður-Ameríku. Þrjár tegundir vaxa villtar á Íslandi (*).

Alchemilla alpina

Ljónslappi

Ljónslappi er lágvaxin steinhæðaplanta með skærgrænt, glansandi lauf og gulgræn blóm. Íslensk tegund.

Alchemilla faeroensis

Maríuvöttur

Maríuvöttur er lágvaxin planta sem blómstrar ljósgrænum blómum. Íslensk tegund.

Alchemilla mollis

Garðamaríustakkur

Garðamaríustakkur er meðalhá planta með grófgerðu laufi og ljósgrænum blómum.

Alchemilla vulgaris

Maríustakkur

Maríustakkur er lágvaxin íslensk jurt með ljósgrænum blómum. Íslensk tegund.

bottom of page