top of page

Cremanthodium

Lotkörfur

Lotkörfur, Cremanthodium, er ættkvísl um 50 tegunda í körfublómaætt, Asteraceae, með heimkynni í Himalajafjöllum. Þær eiga það sameiginlegt að bera gul, lútandi blóm og er nafn ættkvíslarinnar dregið af því. Þær þurfa allar vel framræstan jarðveg og jafnan jarðraka, en þola illa að standa í vatni yfir vetrarmánuðina.

Cremanthodium arnicoides

Gulllotkarfa

Gulllotkarfa, eða lotkarfa, er meðalhá fjölær tegund með lútandi, gulum blómkörfum.

bottom of page