top of page

Geum

Dalafíflar

Dalafíflar, Geum, er ættkvísl í rósaætt, Rosaceae, náskyld murum (Potentilla), en ólíkt þeim standa dalafíflar yfirleitt mjög lengi í blóma. Þeir vaxa víða um Evrópu, Asíu, Ameríku, Afríku og á Nýja-Sjálandi. Flestir vaxa best á sólríkum stöðum, en gera engar sérstakar jarðvegskröfur.

Geum chiloense 'Mrs Bradshaw'

Rauðdalafífill

Rauðdalafífill er meðalhá planta með rauðum blómum.

Geum coccineum 'Prince of Orange'

Skarlatsfífill

Afbrigði af skarlatsfífli með appelsínugulum blómum.

Geum coccineum 'Yellow'

Skarlatsfífill

Afbrigði af skarlatsfífli með gulum blómum.

Geum rivale

Fjalldalafífill

Fjalldalafífill er meðalhá, fjölær planta með ferskjubleikum blómum sem er algeng um allt land.

Geum rossii

Völudalafífill

Völudalafífill er lágvaxin steinhæðaplanta með gulum blómum.

bottom of page