top of page
Helleborus
Jólarósir
Jólarósir, Helleborus, er ættkvísl um 20 tegunda í sóleyjaætt, Ranunculaceae, með heimkynni í Evrasíu, flestar á Balkanskaga. Þetta eru sígrænar jurtir sem vaxa í frjóum, heldur basískum jarðvegi í hálfskugga innan um lauftré og runna og blómgast síðvetrar eða að vori.
bottom of page