top of page

Heuchera

Roðablóm

Heuchera, roðablóm, er ættkvísl um 30 tegunda í steinbrjótsætt, Saxifragaceae, sem allar eiga heimkynni í N-Ameríku. Einkenni þeirra er hvirfing laufblaða sem oft eru fagurlituð og klasar smárra, klukkulaga blóma. Mikill fjöldi yrkja er ræktaður í görðum.

Heuchera 'Berry Marmalade'

Roðablóm

Roðablóm eru lágvaxnir fjölæringar oft með litríku laufi. 'Berry Marmalade' er afbrigði með purpurarauðu, mynstruðu laufi.

Heuchera 'Bronze'

Roðablóm

Roðablóm eru lágvaxnir fjölæringar oft með litríku laufi. 'Bronze' er afbrigði með bronslituðu laufi.

Heuchera 'Emperor's New Clothes'

Roðablóm

Roðablóm eru lágvaxnir fjölæringar oft með litríku laufi. 'Emperor's New Clothes' eru afbrigði með grænu eða purpurarauðu laufi og smáum, lítilfjörlegum blómum.

Heuchera 'Forever Purple'

Roðablóm

Roðablóm eru lágvaxnir fjölæringar oft með litríku laufi. 'Forever Purple' er afbrigði með fjólubláu laufi með dekkra æðaneti.

Heuchera 'Georgia Plum'

Roðablóm

Roðablóm eru lágvaxnir fjölæringar oft með litríku laufi. 'Georgia Plum' er yrki með plómulituðu laufi.

Heuchera 'Lemon Love'

Roðablóm

Roðablóm eru lágvaxnir fjölæringar oft með litríku laufi. 'Lemon Love' er afbrigði með gulgrænu laufi.

Heuchera 'Lime Marmalade'

Roðablóm

Roðablóm eru lágvaxnir fjölæringar oft með litríku laufi. 'Lime Marmalade' er yrki með ljósgrænu laufi með bylgjuðum blaðjöðrum.

Heuchera 'Obsidian'

Roðablóm

Roðablóm eru lágvaxnir fjölæringar oft með litríku laufi. 'Obsidian' er yrki með svarfjólubláu laufi.

Heuchera 'Sugar Plum'

Roðablóm

Roðablóm eru lágvaxnir fjölæringar oft með litríku laufi. 'Sugar Plum' er sort með silfruðu laufi með svarfjólubláu æðaneti og purpurarauðu neðra borði.

Heuchera americana 'Metallica'

Vínlandsroði

Vínlandsroði er lágvaxinn fjölæringur oft með litríku laufi. 'Metallica' er afbrigði með purpurarauðu laufi.

Heuchera pulchella

Fagurroði

Fagurroði er smávaxin, fjölær planta með hvítum blómum.

Heuchera sanguinea

Morgunroði

Morgunroði er smávaxin, fjölær planta með rauðum blómum.

bottom of page