top of page

Hieracium

Undafíflar

Undafíflar, Hieracium, er stór ættkvísl í körfublómaætt, Asteraceae, sem nýlega hefur verið skipt í tvær ættkvíslir, Hieracium og Pilosella. Það sem skilur á milli er að tegundir sem nú eru flokkaðar í Pilosella hafa heilrennd lauf og fjölga sér líka með ofanjarðarrenglum. Tegundir sem enn tilheyra ættkvísl Hieracium hafa þann eiginleika að mynda fræ án frjóvgunar og því er tegundafjöldi ættkvíslarinnar nokkuð á reiki. Undafíflar vaxa í þurru graslendi og kjósa því sólríkan stað.

Hieracium aurantiacum

Roðafífill

Roðafífill er lágvaxin, breiðumyndandi fjölær planta með rauðgulum blómum.

bottom of page