top of page

Lilium

Liljur

Liljur, Lilium, er stór ættkvísl í liljuætt, Liliaceae, sem vex um nyrðra tempraða beltið, flestar í Asíu og N-Ameríku, en nokkrar í Evrópu. Þetta eru yfirleitt hávaxnar plöntur með stórum, litsterkum blómum í öllum litum regnabogans að bláum undanskildum. Mikill fjöldi yrkja er ræktaður í görðum.

Lilium 'African Queen'

Skrautlilja

Mjög hávaxið skrautlilju afbrigði með stórum, appelsínugulum, lúðurlaga blómum.

Lilium 'Barbaresco'

Skrautlilja

Oriental skrautliljublendingur með dökk bleikum blómum.

Lilium 'Cancun'

Skrautlilja

Asíu skrautliljublendingur með gulum og appelsínugulum blómum.

Lilium 'Corrida'

Skrautlilja

Asíu skrautliljublendingur með gulum og rauðum blómum.

Lilium 'Cote d'Azur'

Skrautlilja

Asíu skrautliljublendingur með bleikum blómum.

Lilium 'Dimension'

Skrautlilja

Asíu skrautliljublendingur með djúp vínrauðum blómum.

Lilium 'Grand Cru'

Skrautlilja

Asíu skrautliljublendingur með gulum blómum með dökk rauðum flekkjum í blómgini.

Lilium 'Honeymoon'

Skrautlilja

Mjög hávaxið skrautlilju afbrigði með stórum, ljósgulum, lúðurlaga blómum.

Lilium 'Lemon Stardust'

Skrautlilja

Asíu skrautliljublendingur með ljósgulum blómum með dökkrauðri miðju.

Lilium 'Lollypop'

Skrautlilja

Asíu skrautliljublendingur með bleikum og hvítum blómum.

Lilium 'Marrakech'

Skrautlilja

Asíu skrautliljublendingur með dökkrauðum blómum.

Lilium 'Mona Lisa'

Skrautlilja

Oriental skrautliljublendingur með bleikum blómum.

Lilium 'Navona'

Skrautlilja

Asíu skrautliljublendingur með kremhvítum blómum.

Lilium 'Nove Cento'

Skrautlilja

Asíu skrautliljublendingur með gulum blómum.

Lilium 'Red Pixie'

Skrautlilja

Asíu skrautliljublendingur með rauðum blómum.

Lilium 'Scheherazade'

Skrautlilja

Hávaxið skrautlilju afbrigði með rauðbleikum blómum með fölgulum jöðrum.

Lilium 'Triumphator'

Skrautlilja

Skrautlilju afbrigði með hvítum, lúðurlaga blómum með rauðbleikri miðju.

Lilium 'Umbria'

Skrautlilja

Asíu skrautliljublendingur með hvítum blómum.

Lilium 'Vivaldi'

Skrautlilja

Asíu skrautliljublendingur með bleikum blómum.

Lilium bulbiferum

Eldlilja

Eldlilja er harðgerð, hávaxin liljutegund með appelsínugulum blómum.

Lilium lancifolium 'Splendens'

Tígurlilja

Afbrigði af tígurlilju með dröfnóttum, appelsínugulum blómum.

Lilium martagon

Túrbanlilja

Túrbanlilja er meðalhá liljutegund með frekar smáum, túrbanlaga, bleikum blómum.

bottom of page