top of page
Mimulus
Apablóm
Apablóm, Mimulus, er nokkuð stór ættkvísl um 150 tegunda sem áður tilheyrðu grímublómaætt, Scrophulariaceae, en tilheyra nú ættinni Phrymaceae. Ættkvíslin dreifist að stærstu leiti um tvö útbreiðslusvæði, annars vegar um vestanverða N-Ameríku og hins vegar um Ástralíu þó örfáar tegundir vaxi á öðrum stöðum. Margar tegundanna, eins og t.d. apablóm, vaxa í rökum og jafnvel blautum jarðvegi.
bottom of page