top of page
Myosotis
Munablóm
Munablóm, Myosotis, er ættkvísl í munablómaætt, Boraginaceae. Tegundafjöldi er nokkuð á reiki, en telur a.m.k. 74 viðurkenndar tegundir. Flestar tegundir er að finna á tveimur aðskildum útbreiðslusvæðum. Tegundir í vestanverðri Evrasíu hafa himinblá blóm og tegundir á Nýja-Sjálandi margar hverjar hvít eða gul blóm. Einnig finnast nokkrar tegundir í N- og S-Ameríku. Munablóm eru flest sólelsk og þurrkþolin.
bottom of page