top of page
Oxalis
Súrsmærur
Súrsmærur, Oxalis, er stærsta ættkvísl súrsmæruættar, Oxalidaceae, með um 800 af 900 tegundum ættarinnar. Þær dreifast um allan heim að heimskautum undanskildum með flestar tegundir í Brasilíu, Mexíkó og Suður-Afríku. Fáar tegundir eru nógu harðgerðar til að þrífast hérlendis. Ein tegund, súrsmæra (Oxalis acetocella) vex villt á Íslandi. Hún er friðlýst.
bottom of page