top of page

Potentilla

Murur

Murur, Potentilla, er stór ættkvísl í rósaætt, Rosaceae, með útbreiðslusvæði um norðurhvel jarðar. Flestar blómstra gulum blómum, en nokkrar hvítum, bleikum eða rauðum. Þær þrífast best í sól í frekar þurrum, rýrum jarðvegi.​

Potentilla 'White Queen'

'White Queen' er muruafbrigði með hvítum blómum.

Potentilla atrosanguinea

Jarðaberjamura

Jarðaberjamura er meðalhá fjölær planta sem blómstrar hárauðum blómum um mitt sumar.

Potentilla atrosanguinea var. argyrophylla

Silkimura

Silkimura er meðalhá fjölær planta sem blómstrar appelsínugulum blómum.

Potentilla aurea

Alpagullmura

Alpagullmura er lágvaxin steinhæðaplanta með glansandi grænu laufi og gulum blómum.

Potentilla megalantha

Japansmura

Japansmura er lágvaxin fjölær planta með frekar stórum, gulum blómum.

Potentilla nepalensis

Blóðmura

Blóðmura er lágvaxin, fjölær planta með bleikum blómum.

Potentilla nepalensis 'Melton Fire'

Blóðmura

Blóðmura er lágvaxin, fjölær planta með bleikum blómum. 'Melton Fire' er meðalhátt afbrigði með tvílitum blómum, rauðbleikum og fölgulum.

Potentilla nepalensis 'Ron McBeath'

Blóðmura

Blóðmura er lágvaxin, fjölær planta með bleikum blómum. 'Ron McBeath' er lágvaxið afbrigði með bleikum blómum.

Potentilla nepalensis 'Roxana'

Blóðmura

Blóðmura er lágvaxin, fjölær planta með bleikum blómum. 'Roxana' er lágvaxið afbrigði með tvílitum blómum, rauðum og fölgulum.

Potentilla neumanniana

Vormura

Vormura er jarðlæg murutegund sem verður þakin í gulum blómum í maí - júní.

Potentilla nitida

Vormura

Glitmura er jarðlæg steinhæðaplanta með bleikum blómum.

Potentilla rupestris

Klappamura

Klappamura er meðalhá, fjölær planta með hvítum blómum.

Potentilla thurberi 'Monarch's Velvet'

Dreyramura

Afbrigði af dreyramuru með dökk flauelsrauðum blómum.

Potentilla villosa

Loðmura

Loðmura er lágvaxin steinhæðaplanta með gulum blómum.

Potentilla x hybrida 'Flore Pleno'

Rósamura

Rósamura er meðalhá fjölær planta sem blómstrar fylltum, rauðum blómum með gulum bryddingum.

bottom of page