top of page
Salvia
Lyfjablóm, salvíur
Lyfjablóm, Salvia, er stærsta ættkvísl varablómaættar, Lamiaceae, með um 1000 tegundum sem vaxa í Evrasíu og Ameríku. Tegundir ættkvíslarinnar skiptast á þrjú útbreiðslusvæði, Mið- og S-Ameríku, Mið-Asíu og Miðjarðarhafssvæðið og austanverða Asíu. Flestar tegundir eru of hitakærar fyrir íslenskt veðurfar en þó eru a.m.k. tvær tegundir sem eru harðgerðar hér.
bottom of page