top of page

Sinopodophyllum

Maíepli

Ættkvísl maíepla, Podophyllum, í mítursætt, Berberidaceae, hefur verið skipt upp og er nú aðeins ein tegund eftir í þeirri ættkvísl, Podophyllum peltatum, sem á heimkynni í N-Ameríku. Sinopodophyllum ættkvíslin inniheldur líka bara eina tegund, maíeplið, Sinopodphyllum hexandrum, sem vex villt í Himalayafjöllum og svæðum þar í kring.  Aðrar tegundir sem áður voru í Podophyllum ættkvíslinni eru nú í ættkvíslinni Dysosoma.

Sinopodophyllum hexandrum 'Majus'

Maíepli

Maíepli er meðalhá skógarplanta sem blómstrar fölbleikum blómum í maí - júní og þroskar nokkuð stór, appelsínurauð aldin í september. Öll plantan er eitruð. 'Majus' er stærra en aðaltegundin.

bottom of page