top of page
Thalictrum
Brjóstagrös
Brjóstagrös, Thalictrum, er stór ættkvísl um 120-200 tegunda í sóleyjaætt, Ranunculaceae, með heimkynni á tempruðum svæðum. Einkennandi fyrir tegundir ættkvíslarinnar eru fínskipt lauf og blóm án krónublaða en með löngum fagurlega lituðum fræflum í gisnum toppum. Sumar tegundir hafa fagurlituð bikarblöð. Þær vaxa yfirleitt á skuggsælum stöðum í frekar rökum jarðvegi. Ein tegund, brjóstagras, vex villt á Íslandi.
bottom of page