top of page

Tradescantia

Skeiðarblóm

Skeiðarblóm, Tradescantia, er ættkvísl í skeiðarblómaætt, Commelinaceae, með útbreiðslusvæði í Ameríku frá S-Kanada til N-Argentínu. Nokkrar tegundir eru ræktaðar sem garðplöntur víða um heim, en eru líklegast of viðkvæmar fyrir íslenskar aðstæður. Aðrar eru vinsæl stofublóm.

Tradescantia x andersoniana

Garðaskeið

Garðaskeið er meðalhár garðablendingur sem blómstrar bláum blómum síðsumars.

bottom of page