top of page
Trillium
Þristar
Þristar, Trillium, er ættkvísl um 50 tegunda í ættinni Melanthiaceae. Þessi ættkvísl hefur verið á nokkru ættarflakki, hún tilheyrði liljuætt (Liliaceae) en þegar henni var skipt upp var þristum skipað í þristaætt (Trilliaceae) sem nú hefur verið felld inn í áðurnefnda ætt, Melanthiaceae. Þetta eru laufskógarplöntur með heimkynni í N-Ameríu og Asíu og þrífast þeir því best í hálfskugga og frjórri, hæfilega rakri en loftkenndri mold.
bottom of page