top of page

Dianthus

Drottningablóm

Dianthus, drottningablóm, er stór ættkvísl í hjartagrasaætt, Caryophyllaceae, með um 300 tegundum sem flestar eiga heimkynni við Miðjarðarhafið, norður eftir Evrópu og austur til Asíu. Flestar mynda lága brúska eða breiður og vaxa best í þurrum, grýttum jarðvegi á sólríkum stað og henta því vel í steinhæðir.

Dianthus 'Queen of Henri'

Garðaafbrigði með dökk rauðum blómum með hvítum jöðrum.

Dianthus alpinus 'Joan's Blood'

Alpadrottning

Alpadrottning er lágvaxin steinhæðaplanta með dökkbleikum blómum.

Dianthus amurensis 'Siberian Blues'

Kínadrottning

Kínadrottning er lágvaxin steinhæðaplanta sem blómstrar bleiklilla blómum í september í góðum árum.

Dianthus barbatus

Stúdentadrottning

Stúdentadrottning er skammær planta sem oft er ræktuð sem tvíær eða sumarblóm.

Dianthus barbatus 'Mix'

Stúdentadrottning

Stúdentadrottning 'Mix' er fræblanda af einföldum og fylltum blómum í ýmsum bleikum og hvítum litatónum.

Dianthus barbatus nigrescens 'Sooty'

Stúdentadrottning

Afbrigði af stúdentadrottningu með dökkgrænu, rauðmenguðu laufi og djúprauðum blómum.

Dianthus callizonus

Doppudrottning

Doppudrottning er lágvaxin steinhæðaplanta með bleikum blómum.

Dianthus carthusianorum

Keisaradrottning

Lágvaxin steinhæðaplanta með klösum af bleikum blómum.

Dianthus deltoides

Dvergadrottning

Dvergadrottning er lágvaxin steinhæðaplanta með bleikum blómum.

Dianthus deltoides 'Arctic Fire'

Dvergadrottning

Afbrigði af dvergadrottningu með hvítum blómum með rauðum hring í miðjunni.

Dianthus erinaceus

Broddadrottning

Broddadrottning er lágvaxin, þúfumyndandi steinhæðaplanta sem blómstrar bleikum blómum ef hún blómstrar. Blómstrar treglega hérlendis.

Dianthus freynii

Lágvaxin steinhæðaplanta með fölbleikum blómum.

Dianthus gratianopolitanus

Laugadrottning

Laugadrottning er lágvaxin steinhæðaplanta með rauðbleikum blómum.

Dianthus microlepis

Álfadrottning

Álfadrottning er jarðlæg, þúfumyndandi steinhæðaplanta með bleikum blómum.

Dianthus pavonius

Grasdrottning

Grasdrottning er lágvaxin steinhæðaplanta með bleikum blómum.

Dianthus plumarius

Fjaðradrottning

Fjaðradrottning er lágvaxin steinhæðaplanta með blómum í mismunandi bleikum og hvítum litatónum.

Dianthus plumarius 'Arabella'

Fjaðradrottning

Afbrigði af fjaðradrottningu með bleikum blómum.

Dianthus superbus

Skrautdrottning

Skrautdrottning er lágvaxin nellikutegund með mjög fínskiptum krónublöðum.

bottom of page