top of page
Dicentra
Hjartablóm
Hjartablóm, Dicentra, er lítil ættkvísl í draumsóleyjaætt, Papaveraceae, (áður reykjurtaætt) með um 8 tegundum sem vaxa í N-Ameríku og A-Asíu. Þau hafa margskipt, þunn laufblöð og óreglugega löguð blóm sem minna oft á hjarta. Þau vaxa í sól eða hálfskugga í næringarríkri mold. Hjartablóm, Dicentra spectabilis, hefur nýlega verið flutt í sér ættkvísl, Lamprocapnos, en verður áfram haft hér undir sínu gamla heiti.
bottom of page