top of page
Dodecatheon
Goðalyklar
Goðalyklar, Dodecatheon, er lítil, einsleit ættkvísl í maríulykilsætt, Primulaceae, náskyld maríulyklum, Primula. Tegundirnar eru hver annari líkar og oft mjög erfitt að greina á milli þeirra. Allar eiga þær heimkynni í N-Ameríku og einhverjar einnig í NA-Asíu. Goðalyklar hafa laufblaðahvirfingu við jörð, með klasa af blómum á blaðlausum stilk sem hafa einkennandi aftursveigð krónublöð. Þeir þurfa rakan, næringarríkan jarðveg og þrífast í nokkrum skugga.
bottom of page