top of page
Edraianthus
Bikarklukkur
Bikarklukkur, Edraianthus, er lítil ættkvísl líkra tegunda í bláklukkuætt, Campanulaceae, sem vaxa í fjöllum Balkanskaga. Þetta eru smávaxnar fjallaplöntur sem mynda þúfur striklaga laufblaða með klukkulaga blómum á stuttum stilkum. Þær kjósa helst að kúra á milli steina þar sem sólin skín og eins og margar aðrar fjallaplöntur kunna þær alls ekki að meta vetrarumhleypinga.
bottom of page