top of page

Eryngium

Sveipþyrnar

Sveipþyrnar, Eryngium, er nokkuð stór ættkvísl af sveipjurtaætt, Apiaceae, með um 250 tegundum sem vaxa víða, flestar tegundir í S-Ameríku. Blómskipunin stendur mjög lengi og hentar vel til þurrkunar. Þeir henta í öll blómabeð og kjósa að standa óhreifðir þar sem þeir hafa djúpstæðar rætur. Nýjar plöntur vaxa upp af rótarbútum og auðvelt að fjölga þeim þannig.

Eryngium alpinum

Alpaþyrnir

Alpaþyrnir er hávaxin planta af sveipjurtaætt, með smáum blómum í hvelfdum kolli, umkrindum stálbláum bikarblöðum.

bottom of page