top of page
Ligularia
Skildir
Skildir, Ligularia, er ættkvísl rúmlega 120 tegunda í körfublómaætt, Asteraceae. Flestar tegundir vaxa um Mið- og Austur-Asíu en einhverjar í Evrópu. Þetta eru almennt mjög stórvaxnar plöntur með hvirfingu stórgerðra laufblaða og gulum körfum í löngum klösum. Margar vaxa við ár og vötn í heimkynnum sínum og kjósa því rakan, frjósaman jarðveg.
bottom of page