top of page

Lychnis

Rauðhettur

Rauðhettur, Lychnis, er lítil ættkvísl í hjartagrasaætt, Caryophyllaceae, með heimkynni í Evrasíu og N-Afríku. Tegundir ættkvíslarinnar eru náskyldar hjartagrösum, Silene, en eitt einkenni sem skilur á milli ættkvíslanna er að rauðhettur hafa klístraða blómstöngla. Blómin eru nokkuð stór og oft í sterkum rauðum eða rauðbleikum litum.

Lychnis chalcedonica

Skarlatshetta

Skarlatshetta er hávaxin, fjölær planta með skarlatsrauðum blómum.

Lychnis flos-cuculi 'Nana'

Munkahetta

Munkahetta er meðalhá, fjölær planta með bleikum blómum.

Lychnis flos-jovis

Roðahetta

Roðahetta er lágvaxin, fjölær planta með bleikum blómum.

Lychnis viscaria

Límberi

Límberi er lágvaxin steinhæðaplanta með purpurarauðum blómum.

Lychnis viscaria 'Purpurea'

Límberi

Límberi er lágvaxin steinhæðaplanta. Afbrigðið 'Purpurea' blómstrar purpurarauðum blómum.

Lychnis x arkwrightii

Surtarhetta

Surtarhetta er fjölær planta með rauðum blómum og vínrauðu laufi.

Lychnis x haageana 'Molten Lava'

Logahetta

Afbrigði af logahettu með rauðum blómum og vínrauðu laufi.

bottom of page