top of page

Myosotis

Munablóm

Munablóm, Myosotis, er ættkvísl í munablómaætt, Boraginaceae. Tegundafjöldi er nokkuð á reiki, en telur a.m.k. 74 viðurkenndar tegundir. Flestar tegundir er að finna á tveimur aðskildum útbreiðslusvæðum. Tegundir í vestanverðri Evrasíu hafa himinblá blóm og tegundir á Nýja-Sjálandi margar hverjar hvít eða gul blóm. Einnig finnast nokkrar tegundir í N- og S-Ameríku. Munablóm eru flest sólelsk og þurrkþolin.

Myosotis alpestris

Bergmunablóm

Bergmunablóm er lágvaxin fjölær planta með ljósbláum blómum sem líkjast mjög gleym-mér-ei, en eru töluvert stærri.

Myosotis australis

Gullmunablóm

Gullmunablóm er lágvaxin fjölær planta með gulum blómum.

Myosotis forsteri

Sólmunablóm

Sólmunablóm er lágvaxin fjölær planta með hvítum blómum.

Myosotis scorpioides

Engjamunablóm

Engjamunablóm er meðalhá fjölær planta með bláum blómum sem þrífst best í rökum jarðvegi.

bottom of page