top of page
Ranunculus
Sóleyjar
Sóleyjar, Ranunculus, er stór ættkvísl um 600 tegunda í sóleyjaætt, Ranunculaceae, með heimkynni víða um heim. Latneska heitið þýðir lítill froskur og vísar í að flestar tegundir vaxa í rökum jarðvegi. Flestar blómstra að vori eða snemmsumars, oftast gulum blómum en nokkrar tegundir blómstra hvítum eða grænleitum blómum. Þær þrífast yfirleitt best í sól þó skriðsóleyin ástkæra vaxi vandræðalaust hvar sem er, jafnvel á stöðum sem sjá aldrei til sólar.
bottom of page