top of page

Verbascum

Kyndiljurtir

Kyndiljurtir, Verbascum, er ættkvísl um 360 tegunda í grímublómaætt, Scrophulariaceae. Flestar tegundir eiga heimkynni í SA-Evrópu og V-Asíu. Flestar vaxa í sendnum, grýttum jarðvegi en geta vel þrifist í vel framræstri garðmold. Þær þurfa sólríkan, skjólgóðan vaxtarstað.

Verbascum acaule

Dvergakyndill

Dvergakyndill er jarðlæg steinhæðaplanta sem blómstrar gulum blómum.

Verbascum dumulosum

Kjarrkyndill

Kjarrkyndill er meðalhá steinhæðaplanta sem blómstrar gulum blómum.

Verbascum phoeniceum

Blámannskyndill

Blámannskyndill er hávaxin fjölær planta með fjólubláum, hvítum eða bleikum blómum.

Verbascum phoeniceum 'Flush of White'

Blámannskyndill

Blámannskyndill er hávaxin fjölær planta með fjólubláum, hvítum eða bleikum blómum. 'Flush of White' er garðaafbrigði með hvítum blómum.

Verbascum x hybridum 'Copper Rose'

Skrautkyndill

Skrautkyndill er flokkur garðablendinga í ýmsum blómlitum. 'Copper Rose' er afbrigði með ferskjugulum-koparbleikum blómum.

Verbascum x hybridum 'Southern Charm'

Skrautkyndill

Skrautkyndill er flokkur garðablendinga í ýmsum blómlitum. 'Southern Charm' er afbrigði í ýmsum gulum og bleikum litatónum.

bottom of page