top of page
Geranium farreri
Kínablágresi
Blágresisætt
Geraniaceae
Hæð
lágvaxið, um 10 - 15 cm
Blómlitur
fölbleikur
Blómgun
júlí - ágúst
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, vikurblandaður, kalkríkur
pH
basískt
Harðgerði
þokkalega harðgert, en getur orðið skammlíft
Heimkynni
V-Kína
Blágresi, Geranium, er nokkuð stór ættkvísl í blágresisætt, Geraniaceae, sem inniheldur mikinn fjölda úrvals garðplantna. Útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar nær yfir tempruðu beltin, með mestan tegundafjölda við austanvert Miðjarðarhafssvæðið.
Fjölgun:
Sáning - sáð síðvetrar
Fræ hulið og haft úti fram að spírun.
Þarf mjög gott frárennsli og kalkríkan jarðveg. Þolir illa vetrarumhleypinga.
bottom of page