top of page
Mýrastigi

Geranium psilostemon

Armeníublágresi

Blágresisætt

Geraniaceae

Hæð

hávaxið, um 80 - 90 cm

Blómlitur

fjólurauður með svörtu auga

Blómgun

júní - ágúst

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, lífefnaríkur, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

þokkalega harðgert

Heimkynni

NA-Tyrkland

Blágresi, Geranium, er nokkuð stór ættkvísl í blágresisætt, Geraniaceae, sem inniheldur mikinn fjölda úrvals garðplantna. Útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar nær yfir tempruðu beltin, með mestan tegundafjölda við austanvert Miðjarðarhafssvæðið.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - sáð að hausti eða vetri.

Fræ hulið og haft úti fram að spírun.

Hávaxið og þarf stuðning. Þokkalega harðgert.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page