top of page
Geranium x oxonianum
Skrautblágresi
Blágresisætt
Geraniaceae
Hæð
meðalhátt, um 40 - 60 cm
Blómlitur
ljósbleikur með dekkri æðum
Blómgun
júní - ágúst
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
vel framræstur, frekar rakur, frjór og lífefnaríkur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgert
Heimkynni
garðaafbrigði
Blágresi, Geranium, er nokkuð stór ættkvísl í blágresisætt, Geraniaceae, sem inniheldur mikinn fjölda úrvals garðplantna. Útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar nær yfir tempruðu beltin, með mestan tegundafjölda við austanvert Miðjarðarhafssvæðið.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Sáning - sáð að hausti eða vetri.
Fræ hulið og haft úti fram að spírun.
Blendingar milli G. endressii (haustblágresi) og G. versicolor. Fjöldi yrkja í ræktun, flest með bleikum blómum.
bottom of page