top of page
Geum chiloense 'Mrs Bradshaw'
sh. Geum quellyon
Rauðdalafífill
Rósaætt
Rosaceae
Hæð
meðalhár, um 40 cm
Blómlitur
rauður
Blómgun
lok júlí - september
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
næringarríkur, vel framræstur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
viðkvæmur
Heimkynni
tegundin vex villt í Chile
Dalafíflar, Geum, er ættkvísl í rósaætt, Rosaceae, náskyld murum (Potentilla), en ólíkt þeim standa dalafíflar yfirleitt mjög lengi í blóma. Þeir vaxa víða um Evrópu, Asíu, Ameríku, Afríku og á Nýja-Sjálandi. Flestir vaxa best á sólríkum stöðum, en gera engar sérstakar jarðvegskröfur.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Frekar viðkvæmur. Þarf sól og vel framræstan, næringarríkan jarðveg.
bottom of page