top of page
Mýrastigi

Geum coccineum 'Yellow'

Skarlatsfífill

Rósaætt

Rosaceae

Hæð

meðalhár, um 30 - 40 cm

Blómlitur

gulur

Blómgun

júní - júlí

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

rakur, vel framræstur, lífefnaríkur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

tegundin vex villt á Balkanskaga og í Tyrklandi

Dalafíflar, Geum, er ættkvísl í rósaætt, Rosaceae, náskyld murum (Potentilla), en ólíkt þeim standa dalafíflar yfirleitt mjög lengi í blóma. Þeir vaxa víða um Evrópu, Asíu, Ameríku, Afríku og á Nýja-Sjálandi. Flestir vaxa best á sólríkum stöðum, en gera engar sérstakar jarðvegskröfur.

Fjölgun:


Skipting að vori.

Gult yrki af óþekktum uppruna. Þarf sólríkan stað. Harðgerður, en viðkvæmur fyrir grámyglu.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page