Gypsophila repens 'Alba'
Dvergaslæða
Hjartagrasaætt
Caryophyllaceae
Hæð
lágvaxin um 15 cm
Blómlitur
hvítur
Blómgun
júní - ágúst
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, vikur eða malarblandaður
pH
hlutlaust - basískt
Harðgerði
þokkalega harðgerð ef frárennsli er gott
Heimkynni
tegundin vex villt í fjöllum mið- og S-Evrópu
Blæjublóm, Gypsophila, er ættkvísl í hjartagrasaætt, Caryophyllaceae, með útbreiðslu um Evrasíu, Afríku og Eyjaálfu, með mestan tegundafjölda í Tyrklandi. Blæjublóm hafa djúpstætt rótarkerfi og er því illa við flutning. Þau þrífast best í djúpum, vel framræstum jarðvegi á sólríkum stað.
Fjölgun:
Græðlingar - sumargræðlingar.
Sáning - sáð að vori.
Fræ ekki hulið eða rétt hulið með mjög þunnu moldarlagi og haft við stofuhita fram að spírun.
Þarf sólríkan stað og vel framræstan, sendinn jarðveg.