top of page
Hemerocallis 'Rajah'
Daglilja
Dagliljuætt
Hemerocallidaceae
Hæð
meðalhá, um 40 - 50 cm
Blómlitur
appelsínugulur
Blómgun
seinni part júlí - ágúst
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, frjór, lífefnaríkur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerð
Heimkynni
garðaafbrigði
Dagliljur, Hemerocallis, er ættkvísl 19 tegunda sem áður tilheyrðu liljuætt, Liliaceae, en hafa nýlega verið flokkaðar í ættina Asphodelaceae. Dagliljur vaxa villtar um Evrasíu, flestar í austanverðri Asíu. Þær eru vinsælar garðplöntur og eru yfir 60.000 yrki skráð. Nafn ættkvíslarinnar er dregið af því að hvert blóm stendur yfirleitt ekki lengur en sólarhring.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Harðgerð, en getur verið treg til að blómstra.
bottom of page