top of page
Heucherella 'Tapestry'
Steinbrjótsætt
Saxifragaceae
Hæð
lágvaxin, 20 - 30 cm
Blómlitur
bleikur
Blómgun
júlí - ágúst
Lauflitur
grænn með vínrauðu æðaneti
Birtuskilyrði
hálfskuggi
Jarðvegur
vel framræstur, frjór, lífefnaríkur
pH
hlutlaust
Harðgerði
óreynt
Heimkynni
garðaafbrigði
Heucherella er nýleg ættkvísl sem varð til með víxlun tveggja ættkvísla, Heuchera, roðablóma og Tiarella, löðurblóma. Báðar ættkvíslir tilheyra steinbrjótsætt, Saxifragaceae, og eiga heimkynni í N-Ameríku. Blendingarnir sameina fjölbreyttan lauflit roðablóma og hjartalaga lauf og blómfegurð löðurblóma, en líkjast roðablómunum þó meira.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Þarf mjög gott frárennsli og lífefnaríkan, frjóan jarðveg.
bottom of page