top of page
Mýrastigi

Iliamna rivularis

Lækjarbjarmi

Stokkrósarætt

Malvaceae

Hæð

hávaxinn, 90 - 180 cm

Blómlitur

bleikur

Blómgun

ágúst

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

næringarríkur, frekar rakur

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

óreyndur

Heimkynni

vestanverð N-Ameríka

Iliamna, bjarmar, er lítil ættkvísl um 7 líkra tegunda með heimkynni í N-Ameríku. Ættkvíslin virðist nefnd eftir Iliamna vatni í Alaska, þrátt fyrir að engin tegund ættkvíslarinnar vaxi þar. Þetta eru fallegar, hávaxnar plöntur með klasa af blómum sem líkjast stokkrósum, enda tilheyrir ættkvíslin stokkrósarætt (Malvaceaea).

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - sáð síðvetrar

Fræ soðið í 2 mín áður en því er sáð. Fræ síðan rétt hulið og haft í kæli í mánuð og svo haft við stofuhita fram að spírun.

Hávaxin planta sem líkist stokkrós.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page