top of page
Mýrastigi

Ligularia przewalskii

Turnskjöldur

Körfublómaætt

Asteraceae

Hæð

hávaxinn, um 120 cm

Blómlitur

gulur

Blómgun

seinni part júlí - ágúst

Lauflitur

dökk grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

djúpur, næringarríkur, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

vex í raklendi í Mongólíu og N-Kína

Skildir, Ligularia, er ættkvísl rúmlega 120 tegunda í körfublómaætt, Asteraceae. Flestar tegundir vaxa um Mið- og Austur-Asíu en einhverjar í Evrópu. Þetta eru almennt mjög stórvaxnar plöntur með hvirfingu stórgerðra laufblaða og gulum körfum í löngum klösum. Margar vaxa við ár og vötn í heimkynnum sínum og kjósa því rakan, frjósaman jarðveg.

Fjölgun:


Skipting að vori.


Sáning - sáð síðvetrar eða snemma vors

Fræ rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun. Spírun getur verið hæg.

Harðgerður og auðræktaður.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page