Ligularia przewalskii
Turnskjöldur
Körfublómaætt
Asteraceae
Hæð
hávaxinn, um 120 cm
Blómlitur
gulur
Blómgun
seinni part júlí - ágúst
Lauflitur
dökk grænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
djúpur, næringarríkur, rakur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
harðgerður
Heimkynni
vex í raklendi í Mongólíu og N-Kína
Skildir, Ligularia, er ættkvísl rúmlega 120 tegunda í körfublómaætt, Asteraceae. Flestar tegundir vaxa um Mið- og Austur-Asíu en einhverjar í Evrópu. Þetta eru almennt mjög stórvaxnar plöntur með hvirfingu stórgerðra laufblaða og gulum körfum í löngum klösum. Margar vaxa við ár og vötn í heimkynnum sínum og kjósa því rakan, frjósaman jarðveg.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Sáning - sáð síðvetrar eða snemma vors
Fræ rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun. Spírun getur verið hæg.
Harðgerður og auðræktaður.