Linaria alpina
Álfamunnur
Græðisúruætt
Plantaginaceae
Hæð
lágvaxinn, um 10 -15 cm
Blómlitur
fjólublár
Blómgun
síðari hluti júní - september
Lauflitur
grágrænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, vikur eða malarblandaður
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
frekar viðkvæmur, þolir illa vetrarbleytu, vetrarskýli
Heimkynni
Fjalllendi í S- og Mið-Evrópu
Dýragin, Linaria, er ættkvísl um 150 tegunda sem áður voru flokkaðar í grímublómaætt, Scrophulariaceae, en tilheyra nú græðisúruætt, Plantaginaceae. Útbreiðsla þeirra er um tempruð belti Evrópu, Asíu og N-Afríku, flestar tegundir í kringum Miðjarðarhafið.
Fjölgun:
Skipting að vori.
Græðlingar að vori.
Sáning - sáð síðvetrar eða að vori
Fræ rétt hulið og haft við stofuhita fram að spírun.
Þarf sólríkan stað og vel framræstan jarðveg, helst í góðum halla.